Lækkun í Kauphöllinni orðin 3,35% í dag; langmest í Exista

Verðbréf halda áfram að lækka í Kauphöll Íslands, og nemur lækkunin í dag nú 3,35%. Bréf í Exista hafa lækkað langmest, eða um 5,2%, en til samanburðar nemur lækkun bréfa í Kaupþingi 3,7%. Brynjar Ólafsson, sérfræðingur hjá Kauphöllinni, segir þessa lækkun líklega vera með því mesta sem orðið hafi á einum degi. Fimmta janúar í fyrra hafi orðið 3,37% lækkun, en mesta lækkun á einum degi hafi orðið 6,11% 4. október 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK