Norski olíusjóðurinn skreppur saman

Olíuborpallur norska félagsins StatoilHydro á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur norska félagsins StatoilHydro á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.

Norski eftirlaunasjóðurinn, sem stærstur hluti olíutekna Norðmanna rennur í, hefur ekki farið vel út úr ástandinu á fjármálamörkuðum. Fram kemur á vef Aftenposten í dag, að á fyrsta fjórðungi ársins raunávöxtun verið neikvæð um 5,6%, sem svarar til 115 milljarða norskra króna, jafnvirði nærri 1700 milljarða íslenskra króna.

Þá nemur gengistap 46 milljörðum að auki vegna þess að norska krónan hefur styrskt gagnvart gjaldmiðlum sem sjóðurinn á eignir í.

Segir blaðið, að þetta sé lakasti ársfjórðungur í sögu sjóðsins, bæði í prósentum og krónum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK