Pólverjar munu lána Íslandi

Pólsk stjórnvöld munu taka þátt í að veita Íslendingum neyðaraðstoð. Talsmaður pólska fjármálaráðuneytisins, Magdalena Kobos, staðfestir þetta við Bloomberg fréttastofuna. Um er að ræða 200 milljón dala en útlit sé fyrir að neyðaraðstoð til handa Íslendingum nemi 6 milljörðum dala.

Samkvæmt Bloomberg eru allar líkur á að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) verði í forsvari fyrir aðstoð til handa Íslendingum. Auk IMF og Póllands munu skandínavísku ríkin taka þátt, Bretar og Hollendingar.

Bloomberg fjallar um svarta spá sem birtist í Peningamálum Seðlabanka Íslands í gær. Samdrátturinn verði meiri heldur en áður hafi verið talið, landsframleiðsla dragist saman um rúm 8% og verðbólgan verði að meðaltali 14,1% á næsta ári í stað fyrri spár um 7,6%.

Segir í frétt Bloomberg að vextir verðir að vera háir áfram á Íslandi til þess að koma stöðugleika á gengi krónunnar.  Skuldir bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans nemi um 61 milljarði dala sem svari til tólffaldrar þjóðarframleiðslu. Stjórnvöld eigi enn eftir að leggja fram nákvæmlega útlistun á því hvernig skuldin verði endurgreidd á sama tíma og Glitnir og Kaupþing hafi þegar mistekist að greiða afborganir af skuldabréfum sem fallin eru á gjalddaga.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK