Samdráttur í Danmörku

Nú kreppir að Litlu hafmeyjunni eins og öðrum Dönum.
Nú kreppir að Litlu hafmeyjunni eins og öðrum Dönum. Ómar Óskarsson

Verg landsframleiðsla í Danmörku dróst saman um 0,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samdráttur í landsframleiðslu hefur verið síðustu tvo ársfjórðunga og segir í Morgunpósti IFS Greiningar að þetta hafi komið mörgum hagfræðingum á óvart þar sem markaðsaðilar höfðu spáð 0,5% vexti á fjórðungnum.

Kreppa er því tæknilega séð hafin á ný í Danmörku, en kreppa er skilgreind sem samdráttur í landsframleiðslu tvo ársfjórðunga í röð. Danska hagkerfið hefur vaxið 1,1,% á ársgrundvelli en séfræðingar höfðu spáð 2,4% vexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK