Lækkun í Evrópu

Reuters

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag en miklar sveiflur hafa verið á bandarískum hlutabréfamarkaði eftir að viðskipti hófust með hlutabréfa samskiptavefjarins Facebook.

Í kauphöllinni í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um 1,33%, í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,60% og CAC lækkaði um 0,13%.

Fyrstu viðskipti með Facebook voru á genginu 38 Bandaríkjadalir á hlut en verð bréfanna hækkaði um 12% fljótlega. Verðið lækkaði síðan aftur en hefur hækkað eitthvað á ný.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir