Stjórnendur láti vita af vandamálum

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Alkemistann að það sé best fyrir fyrirtæki að koma hreint fram ef upp koma vandamál. Ekkert þýði að reyna að fela þau og í slíkum tilfellum telur hún rétt af stjórnanda að upplýsa viðskiptavini hvað fór úrskeiðis og hvernig verði tekið á málinu.

„Auðvitað höfum við orðið fyrir einhverskonar áföllum eins og gerist í tæknifyrirtækjum eins og okkar. Kerfin geta veikst eins og aðrir og þá er eina leiðin að viðurkenna það og koma með það og biðjast afsökunar. Eins og um daginn lentum við í stóru áfalli með kerfið og það var úti í hátt í klukkutíma. Í dag þýðir ekkert að fela slíkt, miklu betra að koma fram og segja fólki hvað gerðist, af hverju það fór úrskeiðis og hvað við getum gert til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur.“ Telur hún eðlilegt að hún sem stjórnandi beri ábyrgð  og þá finnst mér eðlilegt að ég fronti það sjálf.“

Liv, sem var valin markaðsmaður ársins 2012 af ÍMARK, er viðmælandi í Alkemistanum að þessu sinni, en hún hefur starfað í farsímageiranum síðan 1998. Síðan hún kom fyrst nálægt markaðsstörfum hefur hún starfað hjá þremur fyrirtækjum á þeim tíma sem þau hlutu verðlaun sem markaðsfyrirtæki ársins og í ár fékk hún sjálf verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK