Markaðir taka vel í samkomulagið

Einungis er hægt að taka út 100 evrur á dag …
Einungis er hægt að taka út 100 evrur á dag í hraðbönkum á Kýpur AFP

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað í Evrópu í morgun og eins hefur gengi evrunnar styrkst eftir að samkomulag náðist um tíu milljarða evra lán til Kýpur.

Segja starfsmenn greiningarfyrirtækja að á sama tíma sem margir íbúar Kýpur séu ósáttir við stöðu mála og að stjórnvöld hafi samið við Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Seðlabanka Evrópu þá hafi markaðir tekið fréttunum fagnandi.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,70%, DAX í Frankfurt hefur hækkað um 1,44% og CAC í París hefur hækkað um 1,69%. Í Madríd nemur hækkunin 1,30%, Mílanó 0,71% og Stokkhólmi 0,75%.

Evran hefur hækkað í 1,3012 Bandaríkjadali en var 1,2986 dalir í New York á föstudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK