Arion kaupir 36 milljóna hlut í Símanum

Síminn.
Síminn.

Arion banki keypti í gær rúmlega 36 milljóna króna hlut í Símanum og á nú 11,53 prósent í félaginu. 

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að veltubók Arion banka hafi samtals keypt 10.110.937 hluti í Símanum og að veltubókin sé eftir viðskiptin komin yfir fimm prósent atkvæðisréttar í félaginu. Markaðsgengi félagsins er 3,59 krónur á hlut.

Við reikning atkvæðisréttar bankans eru einnig taldir eignarhlutir á safnreikningi Arion auk atkvæðisréttar Lífeyrisauka.

Arion banki er þar með orðinn næststærsti hluthafi Símans. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn með 14,27 prósent hlut. 

Á eftir Arion banka er Gildi lífeyrissjóður með 9,22 prósent hlut. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir