Ísland orðið of „kúl“

Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins ...
Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins er þó alveg hægt að fá sömu upplifun á Nýja-Sjálandi. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ísland er orðið of „kúl“ og mögulega er kominn tími til þess að „hvíla það“ sem áfangastað ferðamanna. Þetta kemur fram í grein The Business Insider um hvaða áfangastaði fólk á að forðast á næsta ári og hvert eigi að fara í staðinn.

Ísland er á listanum ásamt öðrum stöðum eins og Lundúnum, Nýju-Delhi og Dubai.

Í greininni kemur fram að svo virðist sem fleiri ferðamenn séu hér á landi en íbúar og sækja þeir í dramatískt landslag, heita hveri og hraun. „Horfumst í augu við það. Ísland er kúl,“ skrifar blaðamaðurinn. „En það er vandamálið. Ísland er einfaldlega orðið of kúl.“

Í staðinn fyrir að fara til Íslands stingur blaðamaðurinn upp á ferðalagi til Nýja-Sjálands. Er bent á að þrátt fyrir að vera hinum megin á hnettinum miðað við Ísland sé Nýja-Sjáland fullkominn valkostur fyrir þá sem vildu mögulega upphaflega fara til Íslands. Er bent á að landslag Nýja-Sjálands sé alveg eins dramatískt og á Íslandi, með eldfjöllum og jöklum.

Í greininni er fjallað um aðra áfangastaði sem ferðalangar ættu að forðast á næsta ári. Meðal þeirra er Dubai en þar er bent á að miklar framkvæmdir standi yfir í borginni vegna heimssýningarinnar sem eigi að vera þar árið 2020. Er frekar mælt með því að fara til Hong Kong á meðan framkvæmdirnar ganga yfir.

Þá er fólki ráðlagt að sleppa stöðum eins og Times Square í New York-borg og fara heldur til Brooklyn. Þá eru Lundúnir ekki taldar vera spennandi áfangastaður á næsta ári, sérstaklega þar sem þá hefjast framkvæmdir við Big Ben-turninn sem þýðir að ekkert mun heyrast í klukkunni heimsfrægu í þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir