Krefst bóta og launa frá Subway

Konan sem sýknuð var af ákæru vegna 12 þúsund króna fjárdráttar á vinnustað sínum Subway hefur stefnt fyrirtækinu til greiðslu miskabóta, vangoldinna launa og ógreiddra bakvakta. Lögmaður hennar segir kröfu um miskabætur grundvallast á aðför vinnuveitanda gegn henni og því að stjórnendur hafi dreift fullyrðingum um sekt hennar til samstarfsmanna.

Konan sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Subway krefst einnar milljónar króna í miskabætur og greiðslu launa fyrir marsmánuð 2015 auk þriggja mánaða uppsagnarfrests. Fylgist þetta að í sama máli sem var þingfest í september og er málflutningur á dagskrá héraðsdóms 19. apríl. Hefur konan síðan höfðað annað mál gegn Subway vegna ógreiddra bakvakta.

Steinn Finnbogason, lögmaður konunnar, segir að konunni hafi reynst erfitt að hafa málið hangandi yfir sér í lengri tíma en tvö ár eru liðin síðan henni var vikið úr starfi vegna málsins í lok mars 2015. Þá hafi henni hafi reynst erfitt að fá aðra vinnu í kjölfarið.

Steinn segir Subway hafa haft uppi miklar varnir í sinni greinargerð og augljóslega lagst í mikla rannsóknarvinnu við að finna kröfur á móti.

Telur hann þó líklegt að sættir muni nást um launakröfuna áður en málið verður tekið fyrir. Spurning sé með miskabæturnar en haldið verður áfram með málið ef sáttir nást ekki.

Segir bakvaktir ógreiddar hjá Subway

Þar að auki er annað mál sem ekki hefur verið höfðað er varðar bakvaktir. Steinn segir þetta vinnuréttarmál sem ekki varðar uppsögnina sem slíka. Þegar Subway lagði fram greinargerð sína í málinu hafi komið upp að konan hafi ekki fengið rétt útborgað. Steinn segir að konan hafi ekki fengið greitt þegar hún var með bakvaktarsíma en telur hana eiga rétt á greiðslu vegna þess samkvæmt kjarasamningum.

Spurður hvort fyrirkomulagið sé almennt svona segist Steinn hafa heyrt að verslunarstjórar fái almennt ekki greitt sérstaklega fyrir bakvaktir. Hann segir afstöðu Subway í málinu vera að greiðslan sé innifalin í mánaðarlaunum. Afstaða þeirra sé að ekki hafi verið sýnt fram á að það hafi verið gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK