KEA byggir stærsta hótel Norðurlands

Hótelið verður við Hafnarstræti 80.
Hótelið verður við Hafnarstræti 80. Mynd/KEA

KEA fjárfestingarfélag ætlar að byggja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð. Um er að ræða stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu. Sagt er frá ákvörðuninni á heimasíðu KEA.

KEA keypti lóðina fyrir um tveimur árum en síðan þá hefur verið unnið að breytingum á skipulagi lóðarinnar svo af byggingu hótels geti orðið. Enn hefur ekki verið gefið upp undir hvaða vörumerki hótelið mun starfa. 

Samkvæmt tilkynningunni er hönnunarvinna komin vel af stað, en hún á að taka mið af ásýnd bæjarmyndar Akureyrar. Reiknað er með að framkvæmdatími verði um 2 ár og er stefnt að opnun á vormánuðum 2019. Það er AVH á Akureyri sem hannar hótelið og liggja frumdrög að hönnun nú þegar fyrir.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir