Skyrgerð hefst aftur í Skyrgerðinni

Sögu hússins sem ein elsta skyrgerð landsins verður haldið á …
Sögu hússins sem ein elsta skyrgerð landsins verður haldið á lofti og framleiðsla á gamaldags poka skyri er þegar hafin í húsinu að nýju.

Elfa Dögg Þórðardóttir opnar á morgun Skyrgerðina í Hveragerði, en hún var fyrst opnuð þar í bæ í sama húsi árið 1930. Húsið sem var byggt sem Þinghús héraðsins og fyrsta skyrgerð landsins var eitt það fyrsta í Hveragerði og á sér langa og mikla sögu.

Elfa Dögg hefur um áraraðir starfað í ferðaþjónustu í bænum en hún keypti gistiheimilið Frost & funa árið 2012 og opnaði veitingastaðinn Varmá árið 2014.

„Við ætlum að sýna gestunum okkar hvernig skyr er framleitt og leyfa því að smakka. Þannig er þetta sögu og matartengd ferðaþjónusta,“ segir Elfa Dögg

Ölfushreppur byggði Þinghúsið í Hvergerði árið 1930 og Mjólkurbú Ölfusinga byggði Skyrgerð á jarðhæð þinghússins á sama tíma en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni Húsasmíðameistara ríkisins. Í Skyrgerðinni var framleitt skyr sem var ein helsta söluvara Mjólkurbúsins, einnig var þar fyrsta framleiðsla á jógúrti hér á landi sem var selt í glerflöskum og kallað heilsumjólk.

Allt frá því að húsið var byggt hefur það verið eins konar hjarta bæjarins með þinghald, matargerð og menningu sem miðju. Frá miðri síðustu öld hefur hótel- og veitingastaðarekstur verið í húsinu og þinghúsið verið nokkurs konar menningarsetur Hvergerðinga og á tímabili einn aðal samkomustaðurinn. Þar voru sýndar leiksýningar, bíósýningar, haldin brúðkaup, dansiböll og tónleikar landsfrægra listamanna.

Ölfushreppur byggði Þinghúsið í Hvergerði árið 1930 og Mjólkurbú Ölfusinga …
Ölfushreppur byggði Þinghúsið í Hvergerði árið 1930 og Mjólkurbú Ölfusinga byggði Skyrgerð á jarðhæð þinghússins á sama tíma.

Keypti Þinghúsið og Skyrgerðina 2015

Elfa Dögg keypti Þinghúsið og Skyrgerðina í desember 2015 með það í huga að endurvekja þetta hlutverk hússins, glæða það lífi og endurgera Skyrgerðina til að gera þessum ríka þætti matar- og menningarsögu svæðisins góð skil. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu síðan þá. Fyrsti áfanginn var opnaður í fyrra; kaffihús og bistró á jarðhæðinni og á efri hæðinni gistiheimili. Núna um páskana verður síðasti hlutinn opnaður eða endurgerð Skyrgerðarinnar sjálfrar og menningarsalurinn þar sem þinghald Ölfus og Hvergerðinga fór fram á síðustu öld. Þar verður núna aðal veitingasalur Skyrgerðarinnar.

Erlendur Eiríksson leikari og matreiðslumeistari hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Skyrgerðarinnar.

Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni Húsasmíðameistara ríkisins.
Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni Húsasmíðameistara ríkisins.

Framleiðsla á pokaskyri hafin

Sögu hússins sem ein elsta skyrgerð landsins verður haldið á lofti og framleiðsla á gamaldags poka skyri er þegar hafin í húsinu að nýju. Byggð var skyrgerð í gömlum stíl inn í miðju húsinu og notast er við mjólk beint frá bænum Hvammi sem er síðasta kúabúið í Ölfusi, í framleiðsluna. Nú geta gestir komið og fylgst með hvernig gera eigi skyr, fengið fræðslu um skyrgerð og sögu þess ásamt því að smakka muninn á gamaldags skyri og skyrinu eins og það er gert nú á dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK