338 milljóna gjaldþrot hjá Íslensku umboðssölunni

mbl.is

Engar eignir fundust í búi Íslensku umboðssölunnar hf. en skiptum í búinu lauk 29. maí síðastliðinn. Lýstar kröfur námu 338,2 milljónum króna en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 22. febrúar.

Íslenska umboðssalan var stofnuð árið 1970 og stundaði viðskipti með fiskafurðir á alþjóðlegum markaði. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins voru helstu markaðssvæði þess Bandaríkin, Bretland, Spánn og Portúgal en sala til annarra landa Evrópu, Asíu og Afríku var einnig mikilvæg í söluneti fyrirtækisins.

Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2014 en það ár hagnaðist það um 188.464 evrur eða því sem nam 29,5 milljónum þá. 

Samkvæmt Credit Info var félagið Ljá ehf. stærsti hluthafi í Íslensku umboðssölunni með 25,9% hlut. Þar eftir kom Tá ehf. og Árdís ehf., hvort með sinn 15,5% hlutinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK