Lægsta atvinnuleysi í Evrópu í átta ár

Seðlabanki Evrópu hefur enn svigrúm fyrir peningaprentun samkvæmt nýjustu hagtölum.
Seðlabanki Evrópu hefur enn svigrúm fyrir peningaprentun samkvæmt nýjustu hagtölum. AFP

Atvinnuleysi í Evrópusambandslöndum hefur ekki verið lægra síðan í febrúar 2009 og verðbólga er enn vel undir markmiðum Seðlabanka Evrópu. Nýjar hagtölur benda til þess að efnahagsbatinn í Evrópu sé að styrkjast eftir margra ára hægagang. 

Atvinnuleysi var 9,1% sem er lægra hlutfall en greinendur höfði spáð fyrir um. Hæst var atvinnuleysið í Grikklandi, eða 21,7%, og á Spáni, 17,1%.

Verðbólga var hins vegar 1,3%, nokkuð minni en markmið Seðlabanka Evrópu sem er rétt undir 2%, og getur seðlabankinn því haldið lágvaxtastefnu sinni og öðrum örvunaraðgerðum. 

Mario Draghi seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að ekki væri fyrirhugað að draga úr örvunaraðgerðum, stefnumótendur þyrftu að sýna „þrautseigju og þolinmæði“ til þess að takast á við lága verðbólgu. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir