240 milljarða arðgreiðslur

Stjórnmálamenn gætu fengið háar fjárhæðir í hendur ef bankarnir greiða ...
Stjórnmálamenn gætu fengið háar fjárhæðir í hendur ef bankarnir greiða út myndarlegan arð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins.

Fram kemur í nýrri greiningu Danske Bank að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, sem kallað hefur verið „almennt eigið fé þáttar 1“ (e. Common Equity Tier 1), var um 23% að meðaltali hjá íslensku bönkunum í lok annars ársfjórðungs en er um 16% að meðaltali hjá bönkum á Norðurlöndum.

Ef sú háa arðgreiðsla yrði innt af hendi myndi arðsemi eigin fjár íslensku bankanna vera á pari við arðsemi norrænu bankanna, samkvæmt greiningu Danske Bank. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Forystusætið í Ríkissjónvarpinu að hægt væri að minnka bankakerfið með því að taka tugi, jafnvel hundrað milljarða úr því áður en bankarnir verði seldir til að fjármagna innviðauppbyggingu í landinu.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir