Icelandair eykur við flug til Orlando og Tampa

Icelandair mun frá og með október í haust fljúga daglega til Orlando og fjórum sinnum í viku til Tampa. Félagið eykur framboð sitt til þessara áfangastaða í Florida í Bandaríkjunum um samtals fjögur flug í viku, úr sjö flugferðum í ellefu.

Flogið hefur verið fimm sinnum í viku til Orlando að undanförnu og tvisvar í viku til Tampa frá því áætlunarflug þangað hófst í september sl. Um tveggja klukkustunda akstur er á milli flugvallanna sem báðir eru miðsvæðis á Flórídaskaganum og þjóna þessu mikla ferðamannasvæði, að því er Icelandair segir í tilkynningu.

Icelandair flýgur á þessu ári til 23 áfangastaða í Norður-Ameríku.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir