Úrvalsvísitalan hækkað um 8% frá áramótum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hefur nú hækkað um rétt ríflega 8% það sem af er ári. Er það allnokkru meira en heildarvísitala allra hlutabréfa á aðallistanum en hún hefur hækkað um tæp 5,4% á árinu.

Í gær nam velta á aðalmarkaði tæpum 2,1 milljarði króna. Langmest voru viðskipti með bréf Marel eða um 718 milljónir króna. Hækkuðu bréf fyrirtækisins um 0,4% í þeim. Næstmest var veltan með bréf Símans eða 370 milljónir.

Hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins um 1,5% í viðskiptunum. Þá voru einnig talsverð viðskipti með bréf fasteignafélagsins Reita og námu þau 308 milljónum króna. Hækkuðu bréf félagsins um tæp 0,4% í viðskiptunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK