Þróa umhverfisvænt ál

Apple leggur til 10 milljónir bandaríkjadala í verkefnið.
Apple leggur til 10 milljónir bandaríkjadala í verkefnið. AFP

Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að fjárfesta 10 milljónum bandaríkjadala í verkefni sem snýr að því að þróa ál sem er umhverfisvænna en það sem þekkist í dag. Verkefnið vinnur Apple í samstarfi við Alcoa og Rio Tinto.

Sameiginlega verkefnið kallast Elysis en helsti tilgangur þess er að framleiða ál sem myndar ekki gróðurhúsalofttegundir. 

Samkvæmt frétt Business Insider um málið er mikil álnotkun Apple ein helsta ástæða þess að það leggur í þetta stóra verkefni. Gangi allt að óskum mun sala á tækninni hefjast árið 2024.

Auk Apple, Alcoa og Rio Tinto munu kanadísk stjórnvöld og Quibec-fylki leggja fjármuni í verkefni; samtals 144 milljónir dollara.

Kanada tekur þátt en framkvæmdin fer fram í Quebec-fylki þar í landi. „Þetta mun skapa mörg þúsund störf fyrir Kanadabúa,“ sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK