Tonn af mat á fjórum dögum

Matarvagninn The Wingman selur kjúklingavængi og franskar.
Matarvagninn The Wingman selur kjúklingavængi og franskar.

Matarvagninn The Wingman er einn af fjölmörgum matarvögnum sem hafa sést rúllandi úti um allt land í sumar en slíkum matarvögnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. Birgir Rúnar Halldórsson er framkvæmdastjóri The Wingman og segir hann reksturinn ganga vel en að ýmsu þurfi að huga. Á meðal verkefna sem the Wingman hefur tekið að sér er tónlistarhátíðin Secret Solstice en þar seldu Birgir og félagar sem dæmi tonn af kjúklingavængjum og frönskum.

„Við erum að fara inn á markað sem er mjög ungur hérna heima þó að Búllan sé búin að vera lengi í þessu. Við erum eingöngu veisluþjónusta. Við erum ekki með veitingastað líka. En við erum í raun bara nýr veitingastaður þótt við séum á hjólum. Það er skemmtilegt að gera þetta þannig og þetta opnar ýmsa möguleika. Þá getur þú þjónustað í heimahúsum, á fyrirtækjafögnuðum og á stórhátíðum,“ segir Birgir sem hyggst ásamt viðskiptafélögum skipta vagninum út fyrir bíl á næstunni.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir