Bríet eignast 270 ÍLS-íbúðir

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður. mbl.is/Jón Pétur

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri nýstofnaðs leigufélags Íbúðalánasjóðs, Leigufélagsins Bríetar ehf., segist í skriflegu svari við fyrirspurn ViðskiptaMoggans reikna með að um 270 íbúðir í eigu sjóðsins muni flytjast til félagsins. Mun Bríet yfirtaka eignarhald og rekstur á fasteignum ÍLS um land allt, en sjóðurinn á um 300 eignir í dag og af þeim eru 200 í leigu nú þegar.

Tilgangur Leigufélagsins Bríetar ehf. er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni og segir Soffía að félagið muni leita samstarfs við sveitarfélög í þeim tilgangi. Útfærsla þess samstarfs sé þó enn í undirbúningi.

Spurð að því hvort aðrar eignir sem ÍLS kunni að leysa til sín í framtíðinni muni renna inn í Bríeti, segir Soffía að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það ennþá.

Að sögn Soffíu er ástæða þess að stofnað er sérstakt leigufélag sú að sjóðnum er gert að leigja þær eignir sem hann á í dag. „Við teljum það henta betur að setja eignirnar í sér félag til að ná utan um þetta ábyrgðarmikla verkefni.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir