Ástralskur sjóður kaupir í HS Orku

MIRA hefur keypt meirihluta í HS Orku. Mynd úr safni.
MIRA hefur keypt meirihluta í HS Orku. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ástralskur innviðafjárfestingasjóður, Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA), hefur fest kaup á 53,9% hlut í HS Orku. MIRA kaupir hlutinn af Magma Energy Sweden AB, en  Innergex Renewable Energy Inc. tilkynnti í morgun að félagið hafi gengið frá samningi um sölu á sínum hlut í HS Orku.

Kaupverðið er sagt vera 304,8 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmir 37 milljarðar íslenskra króna.

Greint er frá þessu á vef HS Orku, en kaupin eru sögð vera háð tilskildum skilyrðum og meðferð forkaupsréttar á hlutum í Magma Energy Sweden AB.

„Í nýliðnu söluferli endurspeglaðist mikill áhugi fjárfesta á HS Orku, sem við teljum jákvæðan vitnisburð um þróun félagsins og það góða starf sem hæft starfsfólk okkar vinnur,“ er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni forstjóra HS Orku í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK