Samtök iðnaðarins fagna vaxtalækkun SÍ

Samtök iðnaðarins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins.
Samtök iðnaðarins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Samtök iðnaðarins fagna því að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur,“ segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Að mati SI er full ástæða til að halda vaxtarlækkunarferlinu áfram.

Samtök iðnaðarins telja lækkun stýrivaxta Seðlabankans mikilvæga aðgerð til þess að hjálpa heimilum og fyrirtækjum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Með lægri vöxtum megi meðal annars efla fjárfestingu og nýsköpun, auka kaupmátt og draga úr atvinnuleysi.

„Verðbólgan er að hjaðna, verðbóluhorfur hafa batnað og verðbólguvæntingar hafa verið að lækka og stefna í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú rétt við verðbólgumarkmiðið,“ segir í tilkynningunni. Að mati SI gefur þetta peningastefnunni töluvert svigrúm til að milda þá niðursveiflu sem nú er hafin.

Þá segir í tilkynningunni að næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verði kynnt 28. ágúst nk. og að mati Samtaka iðnaðarins sé full ástæða til að halda vaxtalækkunarferlinu áfram

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK