Hefur meiri áhrif á Bandaríkin en Kína

Gary Cohn ásamt Hope Hicks, þáverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, er ...
Gary Cohn ásamt Hope Hicks, þáverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, er þau störfuðu bæði fyrir Trump. AFP

Viðskiptastríð Donald Trumps Bandaríkjaforseta er að mistakast og hefur meiri áhrif á efnahag Bandaríkjanna en Kína. Þetta hefur BBC eftir Gary Cohn, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Trump.

Segir Cohn tollastríðið nú hafa haft „veruleg áhrif“ á bandaríska framleiðslu og fjárfestingar.

Tollastríðið hafi nefnilega verið „mjög heppileg afsökun“ fyrir kínversk yfirvöld til að hægja á efnahagskerfi sem hafði ofhitnað.

Cohn sem er talsmaður frjálsra viðskipta sagði upp hjá Trump-stjórninni í mars í fyrra. Cohn sem er fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs þótti á sínum tíma óvenjulegt val hjá Trump, þar sem hann er demókrati.

Áherslur Cohns voru á alþjóðaviðskipti á meðan forsetinn vildi leggja áherslu á að halda framleiðslunni innanlands. Cohn sagði því af sér þegar Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að setja tolla á stál- og álinnflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir