Viðskiptakjörin á uppleið

Þorskur á ís.
Þorskur á ís. mbl.is/Helgi Bjarnason

Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa batnað á undanförnum mánuðum. Þá hefur hlutfall fiskverðs og olíuverðs þróast með hagfelldum hætti.

Hugtakið viðskiptakjör vísar til hlutfalls milli verðlags út- og innfluttrar vöru og þjónustu. Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu umfram verð á útflutningi rýrna viðskiptakjörin. Þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar hins vegar umfram innflutning batna viðskiptakjörin.

Athugun Analytica bendir til að álverð sem hlutfall af olíuverði hafi lækkað á síðari hluta ársins. Að sama skapi hafi fiskverð sem hlutfall af olíuverði hækkað. Það þýðir aftur að olíukostnaður útgerðarinnar á hvert kíló á fiski hefur lækkað að undanförnu.

Fá minna fyrir gistinguna

Viðskiptakjörin - nokkrir mælikvarðar. Gögnin voru unnin af Analytica fyrir …
Viðskiptakjörin - nokkrir mælikvarðar. Gögnin voru unnin af Analytica fyrir mbl.is.

 

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir vísbendingar um að viðskiptakjörin séu heldur að batna.

„Viðskiptakjörin virðast vera að lagast aftur. Þá fyrst og fremst út af hagstæðara fiskverði miðað við olíuverð. Á móti hefur álverð haldist lágt,“ segir Yngvi.

Hann bendir á að hins vegar hafi verð á gistingu lækkað í krónum. Með því fái ferðaþjónustan færri krónur á hverja gistieiningu. Það þýði lakari viðskiptakjör í greininni.

„Væntanlega hefur þessi þróun ekki haft jákvæð áhrif á viðskiptakjörin,“ segir Yngvi.

Raungengið nokkuð stöðugt

Yngvi Harðarson.
Yngvi Harðarson.

 

Þá séu engin skýr merki um að raungengið muni breytast á næstunni. 

Raungengið sýnir hlutfallslega þróun verðlags eða launakostnaðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskiptalöndum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli.

Það hefur verið sögulega hátt undanfarin ár.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK