Ekki tímabært að lækka eiginfjárkröfur

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Árni Sæberg

Ekki þarf að ráðast strax í miklar breytingar á eiginfjárkröfum bankanna að sögn Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Eiginfjárkröfur stóru bankanna þriggja hér á landi eru á bilinu 18,8-20,5% samkvæmt Hvítbók en þessar háu eiginfjárkröfur sem bankarnir búa við í dag eru ein ástæðan fyrir því að þeir eru að minnka lánabækur sínar þar sem þeir ná ekki ávöxtun á hið mikla eigið fé sem þeir búa yfir.

Aðspurður hvort ekki þurfa að gera drastískar breytingar á eiginfjárkröfunum segir Ásgeir:

„Ekki núna. Að einhverju leyti tosast þetta á en verkefnin sem verið er að fást við eru ólík. Peningastefnan miðar að því að örva hagkerfið, hitt snýst um að bankarnir séu vel fjármagnaðir þegar við komum að niðursveiflunni og að öryggi þeirra sé tryggt. Þetta kann að vega gegn peningastefnunni en við verðum að finna rétt jafnvægi þarna á milli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK