Opna bar við bruggsmiðjuna

Eigendurnir Bergur Gunnarsson og bræðurnir Andri Þór og Ingi Már.
Eigendurnir Bergur Gunnarsson og bræðurnir Andri Þór og Ingi Már. Morgunblaðið/RAX

Bruggverksmiðjan Malbygg mun á næstu vikum opna bar í Skútuvogi. Verður barinn við hlið bruggsmiðju fyrirtækisins. Þetta segir Andri Þór Kjartansson, einn eigenda Malbyggs.

Að hans sögn eru leyfismál enn útistandandi, en vonir standa til að leyst verði úr því á næstunni. Að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu að barinn verði opnaður. „Þetta er í raun allt klárt þegar leyfin eru komin í hús. Við erum að vona að það verði í næsta mánuði eða svo. Við erum að vinna í þessu sem stendur,“ segir Andri Þór og bætir við að afgreiðslutíminn verði takmarkaður. Þá verði hægt að taka á móti allt að fimmtíu manns í einu. „Við verðum ekki með opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þannig að við verðum ekki með þjónustu hérna langt fram á nótt. Við erum að stefna á að vera með opið frá fimmtudegi til laugardags nokkrum sinnum í mánuði. Þetta er frekar óráðið,“ segir Andri Þór.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK