Kerecis allt að 30 milljarða króna virði

Vöxtur Kerecis hefur vaxið ört og enn stefnir í mikinn …
Vöxtur Kerecis hefur vaxið ört og enn stefnir í mikinn vöxt á nýju á. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis hefur margfaldað sölu sína á milli ára og á nýliðnu rekstrarári, sem lauk 30. september síðastliðinn, seldi fyrirtækið vörur fyrir 2,5 milljarða króna.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í ítarlegu viðtali í  ViðskiptaMogganum í dag að vonir standi til þess að velta fyrirtækisins muni margfaldast milli ára, rétt eins og raunin hefur verið á síðustu árum.

Hann tjáir sig ekki um mögulegt verðmat á fyrirtækinu en miðað við algenga margfaldara í tæknigeiranum gæti verðmæti þess í dag stappað nærri 30 milljörðum króna.

Guðmundur segir að spurn eftir vörum fyrirtækisins, sem er svokallað sáraroð, unnið úr þorskroði og hefur sannað sig sem öflug leið til að græða sár, m.a. hjá þeim sem misst hafa útlimi, hafi aukist eftir að kórónuveiran setti allt úr skorðum víðast hvar um heiminn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK