Emirates tapar í fyrsta sinn í þrjá áratugi

Emirates er stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, en tap félagsins frá mars …
Emirates er stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, en tap félagsins frá mars fram í september nam 3,4 milljörðum bandaríkjadala. AFP

Flugfélagið Emirates tilkynnti í dag um taprekstur félagsins það sem af er ári, en um er að ræða fyrsta tap flugfélagsins í þrjá áratugi. Samkvæmt talsfólki félagsins hefur það orðið fyrir miklu höggi vegna kórónuveirufaraldursins, sem hefur nánast lamað flugsamgöngur.

Emirates er stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, en tap félagsins frá mars fram í september nam 3,4 milljörðum bandaríkjadala. 

„Enginn getur séð framtíðina fyrir, en við búumst við snöggri endurheimt þegar bólefni við kórónuveirunni verður fáanlegt og erum að undirbúa okkur fyrir það,“ er haft eftir Sheikh Ahmed bin Saeed Al Maktoum, stjórnandi og framkvæmdastjóri flugfélagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK