Gera samning við Securitas upp á 1,8 milljarða

Veitur eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Veitur eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Veitur hafa tekið tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði. Um er að ræða mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og 3 þúsund vatnsmælum á þjónustusvæði Veitna.

Næstu mánuði verður hafist handa við undirbúning verkefnisins og þjálfun starfsfólks. Lítið svæði verður tekið fyrir og það snjallvætt á síðasta fjórðungi þessa árs. Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024.

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna.
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Ljósmynd/Aðsend

„Í samstarfinu við Securitas verður byggt á hugbúnaðarkerfum fyrirtækisins og traustum þjónustubakgrunni þess. Lögð verður áhersla á umhverfisvæn vinnubrögð og horft til samfélagslegrar ábyrgðar. Starfsfólk Securitas sem kemur að mælaskiptunum mun eingöngu nota rafmagnsbíla í ferðum sínum til og frá viðskiptavinum og öllum mælum sem verða teknir niður verður fargað á ábyrgan hátt og mestallt efni endurnýtt.  

Snjallmælar eru jákvætt skref í þróun veitukerfa og hafa stjórnvöld víða um heim gert kröfu um snjallvæðingu mæla. Ávinningur fyrir viðskiptavini og samfélagið í heild er mikill. Áætlunarreikningar munu heyra sögunni til og mánaðarlegir reikningar framvegis byggðir á raunnotkun. Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir,“ segir í fréttatilkynningu.

Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas.
Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK