Metverð skilar Norvik milljörðum

Trjábolir þekja athafnasvæði Norwood í Syktyvkar í Rússlandi. Verð á …
Trjábolir þekja athafnasvæði Norwood í Syktyvkar í Rússlandi. Verð á timbri er sögulega hátt. Ljósmynd/Norvik

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, segir hluthöfum í Bergs Timber hafa fjölgað úr um þrjú þúsund í um tólf þúsund síðasta árið. Norvik eigi nú um 63,6% hlut í Bergs Timber.

Norvik færir hlut félagsins í Bergs Timber á innra virði þess félags, ekki á markaðsvirði. Innra virðið sé eigið fé deilt með fjölda hlutabréfa í félaginu. Út frá því sé hlutur Norvik í Bergs Timber nú færður inn á um 835 milljónir sænskra króna. Miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar væri sá hlutur metinn á 12,5 milljarða íslenskra króna.

Sé hlutur Norvik í Bergs Timber umreiknaður á markaðsverð er útkoman hins vegar sem svarar um 21 milljarði íslenskra króna á núverandi gengi. Með því hefur verðmæti hlutarins hækkað um 8,5 milljarða íslenskra króna frá hinu skráða innra virði bréfanna. Gengið fór lægst í um 1,85 í byrjun apríl í fyrra en var um 6,3 í gær sem er ríflega þreföldun frá upphafi faraldursins. Fjárfestar sem komu inn í félagið þegar hrávörumarkaðir voru veikir vegna tímabundins falls í eftirspurn hafa því ávaxtað pund sitt vel.

Sögunarmyllum lokað í Kanada

Jón Helgi segir það eiga þátt í verðhækkunum á timbri að framboðið hafi ekki haldið í við eftirspurnina.

„Það hefur aldrei sést jafn hátt verð á þessum markaði en um er að ræða framvirka samninga. Það segir manni að menn búast við að verðið muni haldast svona hátt og jafnvel hækka. Það sem dregur þetta áfram er til dæmis að mörgum sögunarmyllum í Kanada var lokað í byrjun faraldursins og það er ekkert auðvelt að byrja upp á nýtt. Þú ræsir ekki svona myllu einn tveir og þrír,“ segir Jón Helgi um áhrif lokana á framboðið.

Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann að rekstur Norvik hafi heilt yfir gengið vel í faraldrinum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK