Salan á Íslandsfluginu fer vel af stað

Á ferðum um landið fer Yosef með gesti sína upp …
Á ferðum um landið fer Yosef með gesti sína upp á hálendið og segir það ófrávíkjanlega reglu að fara upp að Laka, í Öskju og í Landmannalaugar.

„Læknirinn sagði að ég væri brjálaður að ætla að ganga þetta. En ég sagði honum að ég yrði að fara og sjá gosið. Hann var ekki sannfærður enda stutt síðan ég ökklabrotnaði.“ Með þessum orðum lýsir Yosef Benami fyrir blaðamanni hvað reki hann hingað til lands um þessar mundir. En það er alls ekki í fyrsta sinn sem hann ber landið augum. Í tvo áratugi hefur hann komið hingað með reglubundnu millibili, oftast sem fararstjóri þar sem hann fræðir samlanda sína, íbúa Ísraelsríkis, um sögu lands og þjóðar. Það er honum nánast eðlislægt. Hann er forfallinn áhugamaður um sögu víkinganna, bæði hér á landi og um Norðurlönd og Bretlandseyjar, Færeyjar og Grænland og þá á hann að baki nám í jarðfræði sem var raunar það fyrsta sem dró hann hingað til lands.

Vernda þarf ósnortin víðerni

„Ég hef komið hingað á hverju ári frá aldamótum og stundum allt að fimm sinnum á ári. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með samfélaginu breytast og mér finnst að Íslendingar þurfi að passa vel upp á sérkenni sín og sérstöðu. Það á m.a. við um hin ósnortnu víðerni. Ég er ekki viss um að það eigi að leggja vegi um allt. Það verður að minnast þess að það sem við gerum í dag til þess að afla tekna mun að lokum þurfa að greiða fyrir. Það er ekki ókeypis að ganga á hið ósnortna sem laðar svo marga hingað,“ segir Yosef.

Græni liturinn skipti máli

Þrátt fyrir miklar samfélagslegar breytingar á Íslandi síðustu tvo áratugina sé enn mikill áhugi á að sækja landið heim. Góð staða samfélagsins þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar hafi ekki dregið úr þeim áhuga en þeirri stöðu deila ríkin tvö, Ísland og Ísrael.

Yosef Benami hefur komið í ótal ferðir til Íslands síðustu …
Yosef Benami hefur komið í ótal ferðir til Íslands síðustu tvo áratugi.

„Þegar í ljós kom að bæði löndin eru skilgreind græn fannst mér mikilvægt að skoða möguleika á að nýta þá stöðu og úr varð að fyrirtækið mitt, Terrain Tours, hefur skipulagt að minnsta kosti þrjú leiguflug til Íslands nú í sumar og ef færi gefst munum við fjölga ferðunum,“ segir Yosef og vísar til fyrirætlana sem greint var frá í Morgunblaðinu í nýliðnum mánuði. Mun ísraelska flugfélagið El Al beina Boeing Dreamliner-vélum sínum til landsins en þær rúma 238 farþega.

„Viðtökurnar hafa verið góðar og við erum búin að selja allt fyrsta flugið sem mun lenda hér á landi 14. júlí. Þeir sem koma til landsins hafa svo úr nokkrum kostum að velja þegar kemur að ferðalaginu um landið, allt frá því að leigja LandCruiser-jeppa og fara á eigin vegum og til þess að fara í skipulagða jeppaferð um landið eða í fjallarútu í stærri hópum,“ segir Yosef. Reynslan hafi kennt honum að það sé lítið varið í að koma hingað í skemmri ferðir en í 10-12 daga hið minnsta.

Lestu ítarlegra viðtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK