Afhendingarhraði netverslana skiptir máli

Afhendingarhraði í netverslun skiptir sífellt meira máli að sögn Egils F. Halldórssonar, stofnanda Górillu vöruhúss. Hann segir fyrirtæki sem dragi lappirnar í afhendingu eiga undir högg að sækja.

„Það er krafa. Þetta eru bara gæði þjónustunnar. Það sem ég hef bent á er að ef þú skoðar framúrskarandi vörumerki í hefðbundinni verslun, og nú getur þú hugsað um H&M eða Louis Vuitton, einhverjar flottar búðir. Það er svo mikið lagt í upplifunina. Þjónustuna, staðsetninguna, útlitið á búðinni, hver er að vinna og hvernig starfsmaðurinn er klæddur og hvernig hann talar við þig og hvernig hann setur i poka. Þetta er svo mikil upplifun að versla. Þegar þú ert kominn í netverslun þá er umhverfið gjörólíkt. En það eru svo mörg tækifæri til að „impressa“ eða veita góða þjónustu. Hvað snertir okkur þá er tækifæri til að veita ótrúlega hraða þjónustu og rétta þjónustu.“

Egill Fannar er gestur í Dagmálum, streymisþætti á mbl.is sem opinn er öllum áskrifendum Morgunblaðsins. Þar ræðir hann um þær miklu breytingar sem eru að verða í verslun um heim allan með auknum umsvifum í netverslun.

Hann segir að Górilla vöruhús hafi lagt upp með að afhenda sem flestar vörur innan dags og að jafnt og þétt sé slíkt þjónustustig að verða viðtekið á markaðnum. Fyrirtæki sem hins vegar afhendi eftir tvo eða þrjá daga hætti á að fá á sig orð fyrir hæga og svifaseina afgreiðslu. Þar felist tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við hans til þess að ná samkeppnisforskoti, m.a. gagnvart vöruhúsum erlendis sem sum hver eru þó farin að afhenda vörur á ótrúlegum hraða.

Á þremur árum hefur fyrirtækið Górilla vöruhús vaxið mikið og allt stefnir í að hann aukist enn. Á síðustu 12 mánuðum afgreiddi vöruhúsið tæplega 50 þúsund sendingar. 

Þátt­inn má í heild sinni nálg­ast hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK