Íbúðaverð hækkar áfram: 16,4% það sem af er ári

Frá því í mars á þessu ári hafa mælst skarpar …
Frá því í mars á þessu ári hafa mælst skarpar verðhækkanir á húsnæði á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýbirtar tölur Þjóðskrár Íslands leiða í ljós að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Þá mælist vegin árshækkun 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. 

Frá því í mars á þessu ári hafa mælst skarpar verðhækkanir milli mánaða, að jafnaði 1,8%, og er hækkunin nú því aðeins hófstilltari þó enn sé talsvert í að við komumst í sama ástand og var fyrir faraldur. Eftirspurn eftir húsnæði jókst mikið í kjölfar vaxtalækkana síðasta árs og er því viðbúið að draga muni úr eftirspurn aftur eftir því sem vextir hækka,“ segir í Hagsjánni. 

Verður dýrara að fjármagna íbúðakaup

Í vikunni gaf Hagfræðideild Landsbankans út þjóðhags- og verðbólguspá til ársins 2024. Þar er því spáð að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti úr 1,5% upp í ríflega 4% á næstu tveimur árum.

„Gangi sú spá eftir verður dýrara að fjármagna íbúðakaup og líklegt að það muni slá nokkuð á eftirspurnina.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK