Tekjur af streymi tvöfölduðust á árinu

Fjölgað hefur um 269 félaga hjá STEFi í ár að …
Fjölgað hefur um 269 félaga hjá STEFi í ár að sögn Guðrúnar. AFP

Tekjur íslenskra tónlistarmanna af streymisveitum meira en tvöfölduðust á árinu sem nú er að líða, en í tölurnar vantar enn niðurstöðu desembermánaðar.

Tekjurnar námu rúmum 97 milljónum króna fyrstu ellefu mánuði ársins en allt árið í fyrra voru þær tæpar 44 milljónir.

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að um sé að ræða greiðslur til lagahöfunda en tekjur til flytjenda og útgefenda séu ekki inni í þessum tölum. „Ef þú ert eigin útgefandi og flytjandi líka færðu greitt fyrir sama streymi annars staðar frá. Sú greiðsla kemur ekki í gegnum höfundarréttarsamtök, heldur beint frá útgefanda sem fær tekjurnar í gegnum sinn miðlara eða dreifingaraðila,“ útskýrir Guðrún.

Ein króna af hverju streymi

Að hennar sögn rennur um ein króna af hverju streymi til íslenskra tónlistarmanna. Af því fá útgefendur og flytjendur 55%. „Það er mín skoðun að lagahöfundar eigi að fá stærri sneið af kökunni.“

Tekjurnar eru fyrir streymi íslenskrar tónlistar bæði á Íslandi og erlendis. Guðrún segir að tekjur vegna spilunar á Íslandi hafi aukist talsvert á árinu og séu komnar það sem af er ári upp í 28 m.kr.

Stór hluti tekjuaukningarinnar kemur til vegna kjarabóta í samningi við Spotify frá 2020 í gegnum leyfisveitingakerfið Polaris Hub. Samningurinn tryggir STEFi beinar greiðslur fyrir streymi íslenskrar tónlistar í allri Evrópu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK