Aflestur á kílómetrastöðu kemur til greina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Horfa þarf til þess hvort taka megi upp skattlagningu á notkun ökutækja, til dæmis út frá aflestri á kílómetrastöðu. Þetta er hægt að gera samhliða því að hvetja fólk til að kaupa vistvæna bíla.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu sinni á Skattadeginum, sem er haldinn árlega í samstarfi Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins.

Hann sagði eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju kjörtímabili í skatta- og gjaldamálum vera að koma á laggirnar framtíðar tekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta.

Bjarni sagði tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa lækkað verulega síðustu ár. Gjöldin hafi ekki verið að skila sér þegar um nýorkubíla eða græna bíla er að ræða.

Gáfu eftir skatta til að örva og hvetja

Bjarni sagði ýmsa skatta hafa lækkað á síðasta kjörtímabili, þar á meðal tekjuskatt, sérstaklega fyrir tekjulægri heimili, og tryggingagjöld á fyrirtæki. Skattalegir hvatar hafi verið innleiddir til að styðja við nýsköpun og orkuskipti og eftirlitsstofnanir hafi verið sameinaðar til að stuðla að öflugra eftirliti og hagkvæmari rekstri.

Hann nefndi að þegar heimsfaraldurinn skall á hafi skattkerfið m.a. verið notað til að bregðast við. Ekki hafi verið þörf á að fara í skattahækkanir heldur var frekar ákveðið að gefa eftir skatta til að örva og hvetja.

„Ég vil meina að við sjáum nú þegar afraksturinn í tölunum,“ sagði hann.

Bjarni nefndi að frá upphafi síðasta árs hafi störfum fjölgað um í kringum 20 þúsund og að kaupmátturinn hafi aldrei verið meiri.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK