Neyslubreyting ekki komin til að vera

Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.
Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Unnur Karen

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 91,6 milljarðar króna í september til október 2021 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum sem er næstum því þreföld velta miðað við sama tímabil árið 2020 þegar hún var 31,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum ferðaþjónustu í janúar sem birtir hafa verið á vef Hagstofunnar.

Þar segir einnig að áætlaðar gistinætur á hótelum í desember séu rúmlega 198 þúsund sem sé rúmlega áttföld aukning borið saman við desember 2020 þegar gistinætur á hótelum voru 21.277. Gistinætur Íslendinga eru áætlaðar 41.400 í desember, eða 137% fleiri en í desember 2020, og gistinætur erlendra gesta eru áætlaðar 157.000 samanborið við 3.777 í desember 2020.

Þá kemur fram í Skammtímahagvísunum að í desember voru 97.568 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 11.646 í desember 2020. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 64.305 samanborið við 8.135 í desember 2020.

Neysla jókst eftir faraldur

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið að tölurnar sýni að ferðaþjónustan sé á réttri leið þó að enn sé íslensk ferðaþjónusta langt frá því að vera með sömu tekjur og fyrir faraldurinn.

„Neysla hvers erlends ferðamanns í hans eigin gjaldmiðli jókst eftir faraldur sem má helst rekja til þess að erlendir ferðamenn gistu lengur en áður. Ástæða þess er að það voru minni tækifæri til að ferðast í heiminum. Þú fórst því til færri landa en dvaldir lengur í staðinn og eyddir meiru,“ segir Gústaf.

Hann segir að margir hafi velt fyrir sér hvort sú breyting neyslumynstursins yrði varanleg. „Þróunin á seinni árshelmingi á síðasta ári bendir til að þessi neyslubreyting sé ekki komin til að vera. Við teljum að neysla ferðamanna muni leita nokkuð hratt í svipað far og hún var í fyrir faraldurinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK