Flugfélögin takast á við afar hátt eldsneytisverð

Flugfélögin kaupa meira eldsneyti þegar umsvifin taka að aukast.
Flugfélögin kaupa meira eldsneyti þegar umsvifin taka að aukast. mbl.is/Unnur Karen

Flugfélög um heim allan takast á við eldsneytisverð sem hefur hækkað gríðarlega á undanförnum vikum. Færri flugfélög eru með virkar eldsneytisvarnir en áður, sökum þess hve takmörkuð umsvif þeirra hafa verið í gegn um faraldurinn.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag að félagið hafi ekki verið með varnir til þessa en til skoðunar sé að kaupa þær. Það sé hins vegar ekki vandalaust á markaði þar sem verðið er verulega hátt og talsverðar líkur á að það þokist niður á við.

Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair, bendir á að félagið sé enn með virkar varnir sem séu í gildi fram á mitt þetta ár. Þær tryggi félaginu 25% lægra verð á 20-30% af áætlaðri notkun þess á fyrsta og öðrum ársfjórðungi, miðað við heimsmarkaðsverðið eins og það er í dag. Félagið stefni á að kaupa varnir fyrir síðari hluta ársins einnig.

„Við höfum farið varlega í sakirnar og það hafa mótaðilar okkar í þessum viðskiptum einnig gert og það er einfaldlega dýrara að kaupa varnir nú en áður var.“

Spurður út í hvernig Icelandair hafi að jafnaði hagað eldsneytisvörnum sínum fyrir kórónuveirufaraldurinn segir Ívar að félagið hafi verið með 40-60% af notkun sinni varin eitt ár fram í tímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK