LSR minnkar við sig í Sýn

Skrifstofur Sýnar við Suðurlandsbraut.
Skrifstofur Sýnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur minnkað við hlut sinn í Sýn og er eignarhlutur sjóðsins nú kominn undir 10%.

Í flöggun til Kauphallarinnar í morgun kemur fram að LSR hefur selt um 5 milljónir hluta, fer úr 27 milljónum hlutum niður í 22 milljónir hluta og heldur eftir viðskiptin á 8,2% eignarhlut í félaginu.

Eins og áður hefur komið fram hefur hópur fjárfesta í félaginu Gavia keypt um 15% hlut í Sýn, en hópurinn keypti allan hlut Ursusar í félaginu í byrjun síðustu viku. Ursus er í eigu Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra Sýnar. Gavia keypti eignarhlut Heiðars fyrir um 2,2 milljarða króna. Gavia er nú stærsti hluthafinn í Sýn en eftir kaupin á hlut Ursusar hefur félagið bætt við sig eignarhlutum. Gavia fer nú með um 16% hlut í Sýn og hefur óskað eftir hluthafafundi í þeim tilgangi að kjósa nýja stjórn.

Ekki liggur þó fyrir hverjir keyptu fyrrnefndan hlut LSR eða á hvaða gengi. Gengi bréfa í Sýn er nú 65 kr. á hvern hlut, sem gerir markaðsvirði þess hlutar sem LSR hefur nú selt um 325 milljónir en óvíst er á hvaða gengi sá hlutur var seldur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK