Tekjur Atlantsolíu aldrei verið hærri en í fyrra

Hagnaður Atlantsolíu nam í fyrra tæplega 221 milljón króna, samanborið við 198 milljónir króna árið áður. Í samstæðureikningi félagsins kemur fram að tekjur Atlantsolíu hafi í fyrra numið tæpum 7,5 milljörðum króna og hafi hækkað um rúmlega 1,5 milljarð á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam 291 milljónum króna og hækkar lítillega á milli ára. Eigið fé var í árslok tæpur 1,1 milljarður króna en félagið greiddi 400 milljónir króna í arð til eigenda sinna á árinu, líkt og árið áður.

Sem fyrr segir námu tekjur félagsins í fyrra um 7,5 milljörðum króna en þær hafa aldrei verið hærri en nú.

Eigendur Atlantsolíu eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose, sem eiga móðurfélagið, Atlantsolía Investments.

Félagið var sett í söluferli árið 2018 en ekkert varð af þeirri sölu. Síðar sama ár keypti félagið fimm þjónustustöðvar af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía rekur í dag 25 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 16 á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK