Tilkynna ekki brottflutning

Vísbendingar eru um að íbúafjöldi landsins hafi verið ofmetinn.
Vísbendingar eru um að íbúafjöldi landsins hafi verið ofmetinn. mbl.is/Hari

Soffía Felixdóttir, deildarstjóri hjá Þjóðskrá, segir brögð að því að einstaklingar tilkynni ekki búferlaflutninga til annarra landa.

Tilefnið er að samkvæmt nýju manntali Hagstofunnar bjuggu 359 þúsund manns á landinu í byrjun síðasta árs, eða um tíu þúsund færri en áður var áætlað. „Hlutverk Þjóðskrár er að halda sem réttasta skrá sem byggist á bestu fáanlegu gögnum hverju sinni. Þjóðskrá sér ekki um að telja aðflutta og brottflutta erlenda ríkisborgara, heldur sjáum við um skráningu þeirra og birtum tölfræði tengda því,“ segir Soffía.

Geta þurft að treysta á aðra

„Það er rétt að ein ástæða þess að Hagstofan metur fólksfjölda á Íslandi vera 10.000 færri en skráð er í þjóðskrá er sú að einstaklingar sem flytja af landi brott tilkynna það ekki til Þjóðskrár. Þjóðskrá er háð því að það sé tilkynnt um breyttar skráningar, m.a. á lögheimili, hvort sem það er einstaklingurinn sjálfur sem tilkynnir það eða þriðji aðili. Í þeim tilvikum þar sem einstaklingur tilkynnir ekki sjálfur um flutning sinn þarf Þjóðskrá m.a. að treysta á að aðrir, eins og skatturinn og vinnuveitendur tilkynni flutninginn.

Rangar skráningar

Eins eru þinglýstir eigendur mjög duglegir að tilkynna rangar lögheimilisskráningar í eignum sínum. Í hluta þeirra mála er um að ræða einstaklinga sem hafa flutt úr landi og ekki tilkynnt það. Þjóðskrá hefur líka reglulega frumkvæðismál þegar upp koma vísbendingar um rangar skráningar, t.d. þegar í ljós kemur mikill fjöldi skráðra einstaklinga á ákveðnum eignum. Mörg þeirra mála enda einnig með skráningu úr landi.

Eins er vert að nefna að einstaklingum er heimilt að dvelja erlendis í allt að 6 mánuði á 12 mánaða tímabili án þess að skrá lögheimili sitt úr landi. Einnig er heimilt að vera skráður með aðsetur erlendis vegna veikinda og náms og halda lögheimili sínu á Íslandi. Hvort Hagstofan hafi tekið tillit til þessara tveggja þátta við gerð manntalsins getur Þjóðskrá ekki svarað fyrir,“ segir Soffía.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK