Nýtt lyf Alvotech til skoðunar hjá FDA

Húsnæði Alvotech.
Húsnæði Alvotech.

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur samþykkt að taka fyrir umsókn líftæknifyrirtækisins Alvotech um markaðsleyfi fyrir nýja lyfinu AVT04.

AVT04 er líftæknilyfjahliðstæða lyfsins Stelara, sem er líftæknilyf við ýmsum algengum ónæmis og bólgusjúkdómum, að því er kemur fram í tilkynningu.

Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum.

Tekjur framleiðanda frumlyfsins, Johnson & Johnson, af sölu Stelara á liðnum 12 mánuðum nema um 1.500 milljörðum króna, eða 10.1 milljarði dollara. Skipar það sér því flokk mest seldu lyfja heims. Niðurstöðu FDA er að vænta á seinni helmingi ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK