Þau voru kjörin í stjórn Íslandsbanka

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Kristinn Magnússon

Agn­ar Tóm­as Möller, Anna Þórðardótt­ir, Frosti Ólafs­son, Hauk­ur Örn Birg­is­son, Linda Jóns­dótt­ir, Stefán Pét­urs­son og Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir voru rétt í þessu kjörin í stjórn Íslandsbanka.

Linda var sjálfkjörin sem stjórnarformaður.

Linda Jónsdóttir.
Linda Jónsdóttir. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Hluthafafundur Íslandsbanka hófst klukkan ellefu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Ellefu voru í framboði til stjórnar. Sjö voru tilnefnd af Bankasýslu ríkisins og tilnefningarnefnd Íslandsbanka. 

Finn­ur Árna­son stjórn­ar­formaður, Guðrún Þor­geirs­dótt­ir, vara­formaður stjórn­ar, og Ari Daní­els­son stjórn­ar­maður, gáfu ekki kost á sér til áfram­hald­andi stjórn­ar­setu.

Her­dís Gunn­ars­dótt­ir og Páll Grét­ar Stein­gríms­son voru sjálfkjörin í vara­stjórn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK