Sjómenn eiga að sitja við sama borð og annað launafólk

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir langa og stranga samningalotu að baki …
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir langa og stranga samningalotu að baki og krefst þess að sjómannaafslátturinn verði settur inn að nýju. mbl.is/SteinarH

Vilhjálmur Birgisson segir vel hafa gengið í samningaviðræðum varðandi þrjár af fimm forgangskröfum sjómanna í kjaradeilunni. Hinum tveimur hafi hins vegar verið hafnað en ekki komi til greina að gera nýjan samning nema komið verði til móts við sjómenn að einhverju leyti þar.

„Þetta er búin að vera löng og ströng samningalota undanfarið og það varð niðurstaðan í gær að menn tækju sér hlé til að heyra í sínu baklandi varðandi framhaldið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is.

Hann segir menn hafa lent á vegg á fundi gærdagsins og því hafi verið ákveðið að gera hlé á viðræðum samninganefnda sjómanna og útgerða.

Fimm höfuðkröfur sjómanna

Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness hefur verið birt fundarboð til félagsmanna. Þar segir að kröfur sjómanna séu í aðalatriðum fimmþættar:

  1. Bætur til sjómanna vegna afnáms sjómannaafsláttarins
  2. Breyting á olíuverðsviðmiði
  3. Sjómenn fái frítt fæði
  4. Sjómenn fái frían vinnufatnað
  5. Net- og fjarskiptakostnaður sjómanna lækki

Vilhjálmur segir að ágætlega hafi miðað áfram í samningaviðræðum undangengna daga varðandi þrjú þessara atriða og leggur áherslu á að ekki megi gleyma því sem vel gangi.

„Það hefur þokast áfram í málum sem við erum búnir að berjast fyrir lengi og það sér jafnvel fyrir endann á því að menn fái loksins frítt fæði og frían vinnufatnað. Við erum búnir að þoka þessum málum áfram, sem og fjarskiptakostnaði og þetta eru mál sem ekki má gera lítið úr því þetta hefur vantað og við erum búnir að berjast fyrir þessu lengi,“ segir hann.

„En eftir standa tvö atriði sem skipta okkur töluverðu máli og því er mikilvægt að fara yfir stöðuna og reyna einhvern veginn að finna lausn á þessu,“ segir Vilhjálmur.

Olíuverðsviðmiði og sjómannaafslætti hafnað

Blaðamaður grípur þetta á lofti og spyr beint: Eru þessi tvö atriði olíuverðsviðmiðið og sjómannaafslátturinn? „Já. Það eru þau tvö atriði sem eru eftir,“ svarar hann að bragði.

„Okkur hefur bara verið hafnað í þessum atriðum og það er okkar að reyna að finna lausn á því, einhvern veginn í fjandanum. Við höfum engin svör fengið varðandi sjómannaafsláttinn, en það er alveg á hreinu að það verður ekki gengið frá neinum samningi án þess að sjómenn fái bætur fyrir sjómannaafsláttinn sem tekinn var af þeim árið 2009,“ segir Vilhjálmur.

Sjómenn eina stéttin sem fær enga dagpeninga vegna fjarveru

„Allir sjómenn í öllum þeim löndum sem við miðum okkur við njóta slíks afsláttar. Þessi gerningur var og er í raun alveg óskiljanlegur, að taka réttindi af mönnum sem höfðu haft hann allt frá árinu 1957. Þetta var gert í hruninu og nú er einfaldlega komið að því að þessu þarf að skila til baka,“ segir Vilhjálmur með þunga.

Vilhjálmur, lengst til vinstri, mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara á …
Vilhjálmur, lengst til vinstri, mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skulum átta okkur á því að sjómenn eru eina starfsstéttin sem vinnur víðs fjarri heimili sínu sem nýtur ekki dagpeninga með sama hætti og annað launafólk. En þetta er á sama tíma eina stéttin sem hefur í gegnum tíðina staðið undir slíkum útlögðum kostnaði með því að leggja verðmæti til á móti,“ bætir hann við.

Dagpeningar óskertir en sjómannaafsláttur bara tekinn

Hann bendir á að raunveruleikinn sé sá að tugir milljarða séu greiddir í formi skattfrjálsra dagpeninga árlega, og stór hluti þar sé hjá hinu opinbera. Þeir dagpeningar hafi hins vegar ekkert verið skertir á meðan sjómannaafslátturinn var afnuminn með einu pennastriki.

„Það er bara þannig á hinum almenna vinnumarkaði og líka hjá hinu opinbera að ef launamenn fara fjarri sínu heimili til að sinna vinnu sinni þá njóta þeir þessa afsláttar. En einhverra hluta vegna eru sjómenn nánast eina stéttin sem ekki hefur notið slíks. Það er algerlega óviðunandi  og það er alveg klárt mál að það verður aldrei gengið frá neinum kjarasamningi nema það komi bætur vegna þessa. Sjómenn eiga að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »