HB Grandi selur Þerney

Þerney á siglingu.
Þerney á siglingu. Ljósmynd/HB Grandi

HB Grandi hefur selt Þerney RE-1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Tvöföld áhöfn er á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til kauphallarinnar.

Segir þar að fyrirtækið muni aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar, sem ekki komast í pláss á öðrum skipum félagsins, við atvinnuleit eins og kostur er.

Kaupandinn er þá sagður vera Sea Harvest Corporation Ltd., sem sé öflugt félag í útgerð og vinnslu. Söluverðið sé þá 13,5 milljónir bandaríkjadala eða 1,4 milljarðar króna.

Þerney er frystitogari og er aflinn flakaður og frystur um borð. Þerney var smíðuð árið 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993.

200 mílur greindu fyrst frá fundarboði HB Granda með áhöfn skipsins og fulltrúa Sjómannafélags Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.2.18 218,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.2.18 260,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.2.18 205,84 kr/kg
Ýsa, slægð 19.2.18 212,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.2.18 28,60 kr/kg
Ufsi, slægður 19.2.18 98,92 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 18.2.18 171,90 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.2.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.082 kg
Samtals 1.082 kg
19.2.18 Hannes Andrésson SH-737 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 379 kg
Samtals 379 kg
19.2.18 Málmey SK-001 Botnvarpa
Þorskur 140.725 kg
Ufsi 40.167 kg
Ýsa 20.727 kg
Karfi / Gullkarfi 4.588 kg
Hlýri 400 kg
Steinbítur 295 kg
Langa 132 kg
Keila 13 kg
Tindaskata 4 kg
Samtals 207.051 kg
19.2.18 Fannar SK-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.106 kg
Ýsa 418 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.531 kg

Skoða allar landanir »