Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

Fönix í blíðviðri.
Fönix í blíðviðri.

Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Frekari upplýsingar má finna í skipaskrá 200 mílna, sjávarútvegsvefjar mbl.is.

Þegar björgunarsveitina bar að garði rak bátinn stjórnlaust frá bryggju. Taug var fest í bátinn og hann síðan dreginn að landi með beltagröfu. Tók björgunin um tvo klukkutíma og að henni komu 8-10 manns. Að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn Landsbjargar virðist báturinn við fyrstu sýn hafa sloppið óskaddaður úr svaðilförinni en ekkert lak inn á hann.

Lausar þakplötur á Akranesi

Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast víðar á landinu. Á Akranesi var Suðurgötu lokað klukkan ellefu í gærkvöldi þar sem plötur höfðu losnað á Sementsverksmiðjunni, sem til stendur að rífa.

Að sögn Björns Guðmundssonar hjá Björgunarfélagi Akraness var um fyrirbyggjandi aðgerð að ræða. „Ef þær hefðu verið klukkutíma lengur, eða ef vindurinn hefði verið aðeins meiri hefðu þær fokið,“ segir Björn. Ekki kom þó til þess. Plöturnar héldu og Suðurgatan var opnuð á nýjan leik um klukkan tvö í nótt.

Niðurrifs­fram­kvæmdir standa yfir við Sements­verk­smiðjuna á Akranesi.
Niðurrifs­fram­kvæmdir standa yfir við Sements­verk­smiðjuna á Akranesi. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem niðurrif sementsverksmiðjunnar veldur götulokunum á Akranesi því Faxabraut var lokuð í nokkra daga yfir áramót þegar mistókst að sprengja síló á lóð verksmiðjunnar.

Á höfuðborgarsvæðinu hjálpuðu tveir hópar björgunarsveitanna slökkviliðsmönnum við vatnsverkefni. Þá var björgunarsveit kölluð út í Reykjanesbæ til að festa hurð á skýli, en það mun hafa tekið stuttan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »