Veiðigjöld rædd eftir helgi

„Ég myndi gera ráð fyrir því að það verði mælt fyrir því í þinginu á þriðjudag,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þegar hann er spurður um stöðu tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum.

Deilt hefur verið um málið á Alþingi í vikunni og ekki náðist samstaða um að veita því flýtimeðferð. Því gildir hin almenna fimm daga regla, að þar sem málið var lagt fram á miðvikudegi á að vera hægt að setja það á dagskrá eftir helgi. Þar sem ráðgert er að eldhúsdagsumræður fari fram á mánudag býst Birgir við því að það verði rætt á þriðjudag.

Það er semsagt útlit fyrir að það teygist á þingstörfum? „Já, það liggur í loftinu að það verði einhverjir dagar. Það er ekki þannig að þingforseti sé búinn að taka ákvörðun um breytingu á starfsáætlun en það leiðir af eðli máls, þegar töf verður með þessum hætti, að það geti bæst einhverjir dagar við. Það gerist oft að starfsáætlun tekur breytingum á síðustu dögunum. Ég reikna með að Steingrímur [J. Sigfússon, forseti Alþingis] taki þetta upp í forsætisnefnd á mánudag.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í samtali við mbl.is að tillaga meirihluta nefndarinnar um veiðigjöld hefði ekki verið rædd á fundi nefndarinnar í gær.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er stefnt að því að leggja fram frumvarp að nýjum lögum um veiðigjöld við upphaf þings í haust, en áðurnefndu frumvarpi sem lagt var fram á þingi í vikunni er ætlað að brúa bilið til áramóta. Að óbreyttu er ekki heimild í gildandi lögum um veiðigjald til álagningar veiðigjalds á landaðan afla í botnfiskstofnum eftir upphaf næsta fiskveiðiárs, 1. september, en lögin falla úr gildi um næstu áramót.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.19 297,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.19 359,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.19 248,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.19 231,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.19 0,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.19 138,52 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.19 176,98 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.19 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 5.270 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 5.278 kg
20.3.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 2.808 kg
Samtals 2.808 kg
20.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 2.236 kg
Samtals 2.236 kg
20.3.19 Drangey SK-002 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 11.430 kg
Ýsa 4.154 kg
Ufsi 3.821 kg
Langa 812 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 32 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 10 kg
Samtals 20.279 kg

Skoða allar landanir »