Landaði 67 tonnum með nýjan poka

Gullver NS í höfn á Seyðisfirði.
Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Þetta var ágætur afli sem fékkst í Litladýpi suðaustur úr Hvalbaknum. Veiðiferðin var stutt vegna þess að fiskvinnslustöðinni vantaði hráefni,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Gullveri NS, sem landaði 67 tonna afla á Seyðisfirði í gær.

Uppistaða aflans var þorskur en auk þess var skipið með karfa og ýsu, eftir veiðiferð sem hófst á mánudag.

Gullver hélt svo til veiða á ný í gærkvöldi, en skipið er nýlega farið að nota nýja gerð af trollpoka sem þróaður hefur verið hjá Fjarðaneti. Pokinn er fjögurra byrða skálmapoki þannig að aflinn sem í hann kemur skiptist í tvennt og þannig er minni pressa á fiskinum. Þarna er um að ræða síðupoka sem felldur er á nýstárlegan hátt.

Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Hermanni Hrafni Guðmundssyni hjá Fjarðaneti á Akureyri að byrjað hafi verið að nota þennan poka í vetur. Nú hafi hann verið reyndur á þremur togurum.

„Þessi poki er unik að allri gerð og reynslan af honum hefur verið afar góð. Ekki veit ég hvað á að kalla þennan poka, en ætli sé ekki best að kalla hann bara unik–poka,“ segir Hermann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.10.18 289,48 kr/kg
Þorskur, slægður 14.10.18 308,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.10.18 217,64 kr/kg
Ýsa, slægð 14.10.18 196,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.10.18 83,59 kr/kg
Ufsi, slægður 14.10.18 103,59 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 14.10.18 237,53 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.18 229,44 kr/kg
Blálanga, slægð 14.10.18 219,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Arney BA-158 Lína
Þorskur 5.091 kg
Ýsa 3.148 kg
Steinbítur 11 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 8.252 kg
14.10.18 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 1.412 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 1.478 kg
14.10.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Ýsa 1.604 kg
Þorskur 1.600 kg
Samtals 3.204 kg
14.10.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 2.605 kg
Ýsa 911 kg
Þorskur 99 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 71 kg
Lúða 47 kg
Ufsi 37 kg
Skötuselur 11 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.794 kg

Skoða allar landanir »