Þrír laxar í netum við eldiskvína

Göt fund­ust á föstudag á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði ...
Göt fund­ust á föstudag á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði við reglu­bundið eft­ir­lit starfs­manna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Enginn lax hefur fundist í netum sem lögð voru með ströndinni í Tálknafirði í námunda við eldisstöð Arnarlax. Göt fund­ust á föstudag á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði við reglu­bundið eft­ir­lit starfs­manna. Viðbragðsáætl­un var virkjuð og voru rek­n­et lögð út við kvína til að koma í veg fyr­ir að fisk­ur slyppi út. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir fisk­ar hafa sloppið.

Í tilkynningu frá Arnarlaxi segir að sérfræðingur Fiskistofu hafi vitjað neta sem lögð voru með ströndinni í Tálknafirði í námunda við eldisstöðina. Enginn lax var í netunum þar en einn lax fannst í netunum sem lágu við eldiskvína sjálfa.

Snemma í morgun var ákveðið að bæta við fleiri netum innar í firðinum og klukkan níu var aftur vitjað um öll net á svæðinu sem öll reyndust tóm. „Öll net við ströndina í Tálknafirði hafa verið fjarlægð en áfram verða 12 net úti við kvína en heildarfjöldi neta í aðgerðum Arnarlax og Fiskistofu voru, þegar mest lét, um 20 talsins víðs vegar í Tálknafirði og heildarfjöldi laxa sem veiddist voru í heildina 3,“ segir í tilkynningu. 

Forsvarsmenn fyrirtækisins meta það svo við fyrstu sýn að ekki sé um stóra sleppingu að ræða þó áfram verði leitað eftir laxi á svæðinu.

Von er á sérfræðingum frá Matvælastofnun á morgun þar sem farið verður yfir tjónið á netpoka og áfram unnið að upplýsa um orsök óhappsins. Talið er að bil­un hafi komið upp í upphíf­inga­kerfi neta­poka með þeim af­leiðing­um að rof myndaðist í net­inu og göt komu á kvína.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.18 422,71 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.18 475,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.18 299,72 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.18 302,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.18 63,90 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.18 139,48 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.9.18 166,88 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.9.18 221,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.18 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 8.536 kg
Samtals 8.536 kg
21.9.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 2.480 kg
Ýsa 1.191 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 3.738 kg
21.9.18 Hrafn GK-111 Lína
Keila 413 kg
Samtals 413 kg
21.9.18 Björg EA-007 Botnvarpa
Þorskur 184.723 kg
Grálúða / Svarta spraka 1.357 kg
Samtals 186.080 kg
20.9.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 1.400 kg
Þorskur 447 kg
Samtals 1.847 kg

Skoða allar landanir »