Mannbjörg á Héraðsflóa

Þyrla landhelgisgælsunnar, TF SYN.
Þyrla landhelgisgælsunnar, TF SYN. mbl.is/​Hari

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í bát á Héraðsflóa á þriðja tímanum í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð frá bátnum en samkvæmt fyrstu upplýsingum var báturinn sokkinn.

Einn var um borð í bátnum og tókst honum að komast í björgunarbát, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.  TF-SYN, þyrla Gæslunnar, var við leit að meintum ísbirni á Melrakkasléttu þegar tilkynning um slysið barst og var áhöfn hennar þegar í stað beðin um að halda á vettvang.

Rétt rúmum hálftíma eftir að TF-SYN var kölluð út var var búið að hífa manninn um borð í þyrluna, úr björgunarbátnum. Aðstæður til björgunar á Héraðsflóa voru góðar og var maðurinn við góða heilsu. Þegar þyrlan hélt af vettvangi logaði enn eldur í bátnum. TF-SYN flutti manninn til Egilsstaða og lenti þar um klukkan 16.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.18 181,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.18 266,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.7.18 261,31 kr/kg
Ýsa, slægð 18.7.18 189,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.7.18 43,95 kr/kg
Ufsi, slægður 18.7.18 75,03 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 18.7.18 132,61 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.7.18 325,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.18 Manni ÞH-088 Handfæri
Þorskur 402 kg
Samtals 402 kg
19.7.18 Guðjón SU-061 Handfæri
Þorskur 714 kg
Samtals 714 kg
19.7.18 Snari BA-144 Handfæri
Þorskur 785 kg
Samtals 785 kg
19.7.18 Svana SH-234 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg
19.7.18 Natalia NS-090 Handfæri
Þorskur 861 kg
Samtals 861 kg
19.7.18 Guðrún Ragna HU-162 Handfæri
Þorskur 762 kg
Samtals 762 kg

Skoða allar landanir »