Sandsíli ríkjandi fæða um allt land

Lífsbaráttan er erfið hjá lundanum um þessar mundir og margar ...
Lífsbaráttan er erfið hjá lundanum um þessar mundir og margar fæðuöflunarferðir sem fuglarnir þurfa að fara til að ná sér í æti. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum að klára seinna lundarallið í Stórhöfða í Vestmannaeyjum og eru 46% unga enn á lífi. 90% af ungunum sem ekki komast á legg, deyja fyrstu 10 dagana frá klaki, þannig að ég reikna með að mesta fækkunin sé yfirstaðin.“

Þetta segir Erpur Snær Hansen, starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir ábúðina í Höfðanum nú 73%, sem séu góðar fréttir. Varpárangurinn sé 0,46 ungar/egg og viðkoman sé því 0,33 ungar/varpholu, sem sé svipað og í fyrra.

„Ef allt heldur sem horfir erum við að sjá svipaðan pysjufjölda og var í fyrra. Þá var hann 4.800 pysjur,“ segir Erpur Snær sem reiknar með því að skoða varpholur í Eyjum um miðjan ágúst. Hann segir sandsíli ríkjandi fæðu lundans um allt land.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.18 219,80 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.18 283,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.18 211,05 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.18 182,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.18 54,30 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.18 100,09 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 17.8.18 161,09 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.18 235,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.8.18 Eiður ÍS-126 Dragnót
Skarkoli 236 kg
Ýsa 108 kg
Samtals 344 kg
20.8.18 Bobby 3 ÍS-363 Sjóstöng
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
20.8.18 Bobby 11 ÍS-371 Sjóstöng
Þorskur 430 kg
Samtals 430 kg
20.8.18 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Þorskur 501 kg
Samtals 501 kg
20.8.18 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »